Lífið

Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórgott söngatriði hjá hópnum. 
Stórgott söngatriði hjá hópnum. 

Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni.

Kvikmyndin var að stórum hluta tekin upp hér á landi og þá aðallega á Húsavík. Will Ferrell og Rachel McAdams fara með aðalhlutverkin og einnig má sjá Pierce Brosnan í myndinni.

Eitt atriði vakti sérstaka athygli með Eurovision-aðdáanda og var það söngatriði í sannkölluðu Eurovision-teiti.

Þar mátti sjá stjörnur á borð við Conchita Wurst, Netta, Loreen, Alexander Rybak, John Lundvik og marga fleiri taka lagasyrpu saman.

Hópurinn söng lög með Madonna, Cher, Abba, Celine Dion og The Black Eyed Peas eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.