Kveikt var í styttu af Melania Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 21:21 Styttan í Melania Trump sem stóð nærri heimabæ hennar í Slóveníu. Vísir/AP Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu. Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu.
Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira