Ástæða til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 12:34 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Hamas lætur þrjá gísla lausa Djúp lægð beinir illviðri til landsins Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Stórir pollar leika bílstjóra grátt Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Hamas lætur þrjá gísla lausa Djúp lægð beinir illviðri til landsins Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Stórir pollar leika bílstjóra grátt Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira