Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2020 18:40 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels