Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 19:20 Guðlaug Edda segir þetta nýjan veruleika fyrir afreksíþróttafólk hér á landi. Mynd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Sjá meira