Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 13:20 Þórólfur Guðnason Vísirl/Baldur Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira