Hafþór Júlíus Björnsson vill prófa það að glíma við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson. Samsett/Skjámynd og Getty Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira