Grant Imahara látinn Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 09:14 Grant Imahara var 49 ára. Vísir/Getty Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Þetta staðfestir talsmaður Discovery Channel við Variety. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um andlátið. Imahara gekk til liðs við Mythbusters árið 2005 og starfaði við þættina til ársins 2014. Honum var boðið að taka þátt af Jamie Hyneman sem var einnig umsjónarmaður þáttanna og kom í stað Scottie Chapman. Hann var þekktastur fyrir að gera raftæki sem voru notuð við tilraunir í þáttunum og vélmenni. Eftir tíma sinn í Mythbusters varð hann umsjónarmaður White Rabbit Project á Netflix árið 2016. Þar var hann hluti af teymi sem rannsakaði umfjöllunarefni á borð við fangelsisflótta, ofurkraftatækni, rán og vopn seinni heimstyrjaldarinnar. Adam Savage minnist Imahara á Twitter, en þeir störfuðu saman í Mythbusters. Þar sagði hann Imahara vera frábæran verkfræðing, listamann og skemmtikraft. Hann hafi þó fyrst og fremst verið örlátur, þægilegur og ljúfur maður. I’m at a loss. No words. I’ve been part of two big families with Grant Imahara over the last 22 years. Grant was a truly brilliant engineer, artist and performer, but also just such a generous, easygoing, and gentle PERSON. Working with Grant was so much fun. I’ll miss my friend.— Adam Savage (@donttrythis) July 14, 2020 „Að vinna með Grant var svo gaman. Ég mun sakna vinar míns.“ Andlát Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Þetta staðfestir talsmaður Discovery Channel við Variety. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um andlátið. Imahara gekk til liðs við Mythbusters árið 2005 og starfaði við þættina til ársins 2014. Honum var boðið að taka þátt af Jamie Hyneman sem var einnig umsjónarmaður þáttanna og kom í stað Scottie Chapman. Hann var þekktastur fyrir að gera raftæki sem voru notuð við tilraunir í þáttunum og vélmenni. Eftir tíma sinn í Mythbusters varð hann umsjónarmaður White Rabbit Project á Netflix árið 2016. Þar var hann hluti af teymi sem rannsakaði umfjöllunarefni á borð við fangelsisflótta, ofurkraftatækni, rán og vopn seinni heimstyrjaldarinnar. Adam Savage minnist Imahara á Twitter, en þeir störfuðu saman í Mythbusters. Þar sagði hann Imahara vera frábæran verkfræðing, listamann og skemmtikraft. Hann hafi þó fyrst og fremst verið örlátur, þægilegur og ljúfur maður. I’m at a loss. No words. I’ve been part of two big families with Grant Imahara over the last 22 years. Grant was a truly brilliant engineer, artist and performer, but also just such a generous, easygoing, and gentle PERSON. Working with Grant was so much fun. I’ll miss my friend.— Adam Savage (@donttrythis) July 14, 2020 „Að vinna með Grant var svo gaman. Ég mun sakna vinar míns.“
Andlát Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira