Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:00 Vísir/Getty Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“ Góðu ráðin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“
Góðu ráðin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira