Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Andri Eysteinsson skrifar 14. júlí 2020 21:59 Fyrstu niðurstöður skiluðu því sem vísindamenn höfðu vonast eftir. AP/Ted Warren Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira