Real Madrid spænskur meistari 16. júlí 2020 20:59 Zinedine Zidane hefur verið einkar sigursæll sem þjálfari Real Madrid og hér fær hann heiðurstolleringu. VÍSIR/GETTY Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. Madrídingar unnu titilinn síðast árið 2017 en hafa þurft að horfa á eftir honum í hendurnar á Barcelona síðustu tvö ár. Nú fer bikarinn aftur í höfuðborgina, það er ljóst þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af deildinni. Karim Benzema skorað fyrstu tvö mörk Real í kvöld en Vicente Iborra minnkaði muninn á 83. mínútu og gestirnir voru mjög nálægt því að jafna metin í uppbótartíma en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það hefði heldur ekki skipt máli þar sem að Barcelona tapaði gegn Osasuna og er sjö stigum á eftir Real. CHAMPIONS! FT: @realmadriden 2-1 @Eng_Villarreal @Benzema 29', 77' (p); Iborra 83'#Emirates | #34Ligas pic.twitter.com/Q1YMx8TKCZ— Real Madrid C.F. (@realmadriden) July 16, 2020 Real Madrid hefur orðið spænskur meistari oftast allra félaga og er nú með átta titla forskot á erkifjendur sína í Barcelona. 1932 1933 1954 1955 1957 1958 1961 1962 1963 1964 1965 1967 1968 1969 1972 1975 1976 1978 1979 1980 1986 1987 1988 1989 1990 1995 1997 2001 2003 2007 2008 2012 2017 2020#34Ligas— Real Madrid C.F. (@realmadriden) July 16, 2020 Spænski boltinn
Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. Madrídingar unnu titilinn síðast árið 2017 en hafa þurft að horfa á eftir honum í hendurnar á Barcelona síðustu tvö ár. Nú fer bikarinn aftur í höfuðborgina, það er ljóst þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af deildinni. Karim Benzema skorað fyrstu tvö mörk Real í kvöld en Vicente Iborra minnkaði muninn á 83. mínútu og gestirnir voru mjög nálægt því að jafna metin í uppbótartíma en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það hefði heldur ekki skipt máli þar sem að Barcelona tapaði gegn Osasuna og er sjö stigum á eftir Real. CHAMPIONS! FT: @realmadriden 2-1 @Eng_Villarreal @Benzema 29', 77' (p); Iborra 83'#Emirates | #34Ligas pic.twitter.com/Q1YMx8TKCZ— Real Madrid C.F. (@realmadriden) July 16, 2020 Real Madrid hefur orðið spænskur meistari oftast allra félaga og er nú með átta titla forskot á erkifjendur sína í Barcelona. 1932 1933 1954 1955 1957 1958 1961 1962 1963 1964 1965 1967 1968 1969 1972 1975 1976 1978 1979 1980 1986 1987 1988 1989 1990 1995 1997 2001 2003 2007 2008 2012 2017 2020#34Ligas— Real Madrid C.F. (@realmadriden) July 16, 2020
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti