Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:51 Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Getty/ Shannon Finney Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36
Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37