Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 12:13 Leitað var að Rausch með aðstoð leitarhunda, hitaskynjara og úr þyrlum. Getty/Philipp von Ditfurh Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja. Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja.
Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira