Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 12:13 Leitað var að Rausch með aðstoð leitarhunda, hitaskynjara og úr þyrlum. Getty/Philipp von Ditfurh Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja. Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja.
Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira