Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:49 Flugfreyjur eiga góðan vin í Flosa Eiríkssyni sem hundskammar ritstjóða á netinu sem hafa verið ósparir á hnjóðsyrði í garð flufreyja sem gera fólki ferðina í háloftum bærilega. visir/vilhelm Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu. Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu.
Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11