Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:21 Halldór Benjamín telur Ragnar Þór vera kominn langt út fyrir sitt verksvið: „Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR.“ visir/vilhelm „Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
„Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39