„Halló Laddi, þetta er bara út í hött!“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2020 11:30 Óli Stef og Sölvi Tryggva áttu í líflegum umræðum um menntakerfið. Skjáskot Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube. Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube.
Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira