Guðlaugur Þór reyndi að tæla fréttamann CNN Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 12:11 Vel fór á með þeim Richard Quest og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í gærkvöldi. skjáskot Richard Quest, fréttamaður CNN, var hæstánægður með bakgrunninn sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, valdi fyrir spjall þeirra tveggja. Guðlaugur Þór var í beinni Skype-útsendingu frá Skaftárhreppi sem skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni í gær. „Þú gjörsigraðir mig með vali þínu á bakgrunni,“ sagði Quest þegar Guðlaugur Þór birtist í mynd. „Þú ert að reyna að tæla okkur í kvöld.“ Guðlaugur Þór sagði að því væri ekki að neita. „Þú hefur hárrétt fyrir þér. Ég er að reyna að lokka ykkur en því miður geta ekki öll komið sem stendur en við vonum að þau geti það fyrra en síðar,“ sagði ráðherrann. Þeir Quest og Guðlaugur ræddu Ísland sem áfangastað ferðamanna á tímum kórónuveirunnar. Utanríkisráðherra reifaði hvað Íslendingar hafa gert til að liðkað fyrir komu ferðamanna, þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu og áhrif þess á opnun landsins. Eftir stutt spjall þakkaði Quest Guðlaugi fyrir og ítrekaði hrifningu sína á bakgrunni ráðherrans. „Það er ennþá um hálftími eftir af þættinum en fram til þessa ertu sigurvegari keppninnar „besti landslagsbakgrunnur þáttarins“ sem er auðvitað nákvæmlega það sem þú ætlaðir þér,“ sagði Quest og Guðlaugur glotti. Spjall þeirra Quest og Guðlaugar má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Utanríkismál Skaftárhreppur Bandaríkin Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Richard Quest, fréttamaður CNN, var hæstánægður með bakgrunninn sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, valdi fyrir spjall þeirra tveggja. Guðlaugur Þór var í beinni Skype-útsendingu frá Skaftárhreppi sem skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni í gær. „Þú gjörsigraðir mig með vali þínu á bakgrunni,“ sagði Quest þegar Guðlaugur Þór birtist í mynd. „Þú ert að reyna að tæla okkur í kvöld.“ Guðlaugur Þór sagði að því væri ekki að neita. „Þú hefur hárrétt fyrir þér. Ég er að reyna að lokka ykkur en því miður geta ekki öll komið sem stendur en við vonum að þau geti það fyrra en síðar,“ sagði ráðherrann. Þeir Quest og Guðlaugur ræddu Ísland sem áfangastað ferðamanna á tímum kórónuveirunnar. Utanríkisráðherra reifaði hvað Íslendingar hafa gert til að liðkað fyrir komu ferðamanna, þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu og áhrif þess á opnun landsins. Eftir stutt spjall þakkaði Quest Guðlaugi fyrir og ítrekaði hrifningu sína á bakgrunni ráðherrans. „Það er ennþá um hálftími eftir af þættinum en fram til þessa ertu sigurvegari keppninnar „besti landslagsbakgrunnur þáttarins“ sem er auðvitað nákvæmlega það sem þú ætlaðir þér,“ sagði Quest og Guðlaugur glotti. Spjall þeirra Quest og Guðlaugar má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Utanríkismál Skaftárhreppur Bandaríkin Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira