Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2020 19:30 Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. Ísal í Straumsvík sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær um að Landsvirkjun mismuni stóriðjufyrirtækjum í raforkuverði. En núverandi samningur Ísal við Landsvirkjun er frá árinu 2010 og gildir til 2036. Samkeppniseftirlitið birtir fyrstu niðurstöðu á næstu mánuðum Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að það kom í ljós á næstu mánuðum hvert framhald málsins verður. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Það liggur fyrir að ákvörðun um það hvort málið verður tekið til rannsóknar í lok ágúst eða byrjun september, Ég geri ráð fyrir að samningur fyrirtækisins við Landsvirkjun sé meðal þeirra gagna sem bárust með kvörtuninni,“ segir Páll. Stórfyrirtækin geti leyft sér meira Tekjur Ísal eða Rio Tinto drógust saman um fimmtung milli 2018 og 2019 og jókst tapið um 60%. Í samfélagsskýrslu félagsins segir að fyrirtækið hafi greitt sem samsvarar 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir raforkuna á síðasta ári. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir helstu ástæðu samdráttar í rekstri félagsins vera lágt álverð á heimsmarkaði. Fyrirtækið bregðist við með því að krefjast lækkunar á raforkuverði. „Stórfyrirtæki beita oft ýmsum aðferðum sem eru hagkvæmar fyrir reksturinn þó svo að samningar skuli náttúrulega standa. Þessi fyrirtæki geta stundum leyft sér ýmislegt sem aðrir geta ekki hér á landi,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson Hann segir Ísal greiða um 35 bandaríkadali fyrir hverja megavattstund með flutningi sem sé meira en Alcoa á Reyðarfirði greiði. Það er mjög eðlilegt að verðið til Alcoa sé lægra en til hinna álveranna sem hafa verið hér lengur og hafa þurft að fara í gegnum endurnýjaða samninga við Landsvirkjun. Orkuverðið sem Isal greiðir er þó ekki óeðlilega hátt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Ketill. Alcoa og Norðurál hafa ekki rætt að birta samningana Fréttastofa sendi álverunum í landinu fyrirspurn í dag um hvort þau væru tilbúin að birta samninga sína við Landsvirkjun. Ísal segir í svari sínu að félagið telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af samningum allra álveranna þannig að gagnsæi ríki og hægt verði að bera samningana saman. Alcoa segir málið ekki hafa verið rætt og það standi ekki til. Norðurál segir það ekki hafa komið til tals en krafan um það sé skiljanleg. Nýverið hafi Norðurál látið í té trúnaðargögn um raforkusamninga við orkufyrirtækin í tengslum við úttekt þýska greiningarfyrirtækisins Fraunhofer á samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju að frumkvæði iðnaðarráðherra. Norðurál segist fagna því nauðsynlega og tímabæra framtaki ráðherra og bindi vonir við að niðurstaða úttektarinnar stuðli að upplýstri umræðu og sýni raunverulega samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja. Ráðherra vill að samningarnir verði birtir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Iðnaðarráðherra segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að þessir samningar eigi allir að vera opinberir. „Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að það væri mjög til bóta,“ segir Þórdís. Aðspurð um hvort að Landsvirkjun geti lækkað raforkuverð sitt til Ísal segir Þórdís: „Landsvirkjun og Ísal þurfa sjálf að finna út úr því hvort að forsendur samningana séu þannig brostnar að það þurfi að semja með breyttum hætti.“ segir Þórdís. Viðskipti Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. Ísal í Straumsvík sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær um að Landsvirkjun mismuni stóriðjufyrirtækjum í raforkuverði. En núverandi samningur Ísal við Landsvirkjun er frá árinu 2010 og gildir til 2036. Samkeppniseftirlitið birtir fyrstu niðurstöðu á næstu mánuðum Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að það kom í ljós á næstu mánuðum hvert framhald málsins verður. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Það liggur fyrir að ákvörðun um það hvort málið verður tekið til rannsóknar í lok ágúst eða byrjun september, Ég geri ráð fyrir að samningur fyrirtækisins við Landsvirkjun sé meðal þeirra gagna sem bárust með kvörtuninni,“ segir Páll. Stórfyrirtækin geti leyft sér meira Tekjur Ísal eða Rio Tinto drógust saman um fimmtung milli 2018 og 2019 og jókst tapið um 60%. Í samfélagsskýrslu félagsins segir að fyrirtækið hafi greitt sem samsvarar 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir raforkuna á síðasta ári. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir helstu ástæðu samdráttar í rekstri félagsins vera lágt álverð á heimsmarkaði. Fyrirtækið bregðist við með því að krefjast lækkunar á raforkuverði. „Stórfyrirtæki beita oft ýmsum aðferðum sem eru hagkvæmar fyrir reksturinn þó svo að samningar skuli náttúrulega standa. Þessi fyrirtæki geta stundum leyft sér ýmislegt sem aðrir geta ekki hér á landi,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson Hann segir Ísal greiða um 35 bandaríkadali fyrir hverja megavattstund með flutningi sem sé meira en Alcoa á Reyðarfirði greiði. Það er mjög eðlilegt að verðið til Alcoa sé lægra en til hinna álveranna sem hafa verið hér lengur og hafa þurft að fara í gegnum endurnýjaða samninga við Landsvirkjun. Orkuverðið sem Isal greiðir er þó ekki óeðlilega hátt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Ketill. Alcoa og Norðurál hafa ekki rætt að birta samningana Fréttastofa sendi álverunum í landinu fyrirspurn í dag um hvort þau væru tilbúin að birta samninga sína við Landsvirkjun. Ísal segir í svari sínu að félagið telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af samningum allra álveranna þannig að gagnsæi ríki og hægt verði að bera samningana saman. Alcoa segir málið ekki hafa verið rætt og það standi ekki til. Norðurál segir það ekki hafa komið til tals en krafan um það sé skiljanleg. Nýverið hafi Norðurál látið í té trúnaðargögn um raforkusamninga við orkufyrirtækin í tengslum við úttekt þýska greiningarfyrirtækisins Fraunhofer á samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju að frumkvæði iðnaðarráðherra. Norðurál segist fagna því nauðsynlega og tímabæra framtaki ráðherra og bindi vonir við að niðurstaða úttektarinnar stuðli að upplýstri umræðu og sýni raunverulega samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja. Ráðherra vill að samningarnir verði birtir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Iðnaðarráðherra segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að þessir samningar eigi allir að vera opinberir. „Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að það væri mjög til bóta,“ segir Þórdís. Aðspurð um hvort að Landsvirkjun geti lækkað raforkuverð sitt til Ísal segir Þórdís: „Landsvirkjun og Ísal þurfa sjálf að finna út úr því hvort að forsendur samningana séu þannig brostnar að það þurfi að semja með breyttum hætti.“ segir Þórdís.
Viðskipti Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07