Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 10:54 Ef stjórnarsamstarfið heldur verður boðað til alþingiskosninga hinn 25. september 2021. Forsætisráðherra bendir á að haustkosningar tíðkist víða í nágrannalöndum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21