Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 14:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hundrað daga til að bæta stöðu sína. EPA/Stefani Reynolds Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira