Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 12:17 Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins. STÖÐ2 Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09