TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 16:12 Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda. getty/Rafael Henrique Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. Samfélagsmiðillinn yrði áfram aðgengilegur í Bandaríkjunum, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta. Þetta eru fyrstu viðbrögð frá aðstandendum TikTok eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að banna miðilinn í Bandaríkjunum. Boðaði hann tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag, og fullyrti að hann myndi nýta völd sín til þess að loka fyrir miðilinn. Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda, en TikTok hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á meðal ungmenna. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Í yfirlýsingu Pappas sagði hún fyrirtækið vera þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fundið fyrir frá því að forsetinn tilkynnti fyrirhugaða tilskipun. Vakti hún athygli á því að um 1.500 Bandaríkjamenn væru starfandi hjá TikTok og áætlað væri að um tíu þúsund starfsmenn myndu bætast við í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. „Við erum komin til að vera og ætlum að halda áfram að deila röddum ykkar. Stöndum með TikTok.“ A message to the TikTok community. pic.twitter.com/UD3TR2HfEf— TikTok (@tiktok_us) August 1, 2020 Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. Samfélagsmiðillinn yrði áfram aðgengilegur í Bandaríkjunum, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta. Þetta eru fyrstu viðbrögð frá aðstandendum TikTok eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að banna miðilinn í Bandaríkjunum. Boðaði hann tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag, og fullyrti að hann myndi nýta völd sín til þess að loka fyrir miðilinn. Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda, en TikTok hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á meðal ungmenna. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Í yfirlýsingu Pappas sagði hún fyrirtækið vera þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fundið fyrir frá því að forsetinn tilkynnti fyrirhugaða tilskipun. Vakti hún athygli á því að um 1.500 Bandaríkjamenn væru starfandi hjá TikTok og áætlað væri að um tíu þúsund starfsmenn myndu bætast við í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. „Við erum komin til að vera og ætlum að halda áfram að deila röddum ykkar. Stöndum með TikTok.“ A message to the TikTok community. pic.twitter.com/UD3TR2HfEf— TikTok (@tiktok_us) August 1, 2020
Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04
Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50
Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36