„Orðin munu alltaf grípa mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Tara Tjörvadóttir skrifar um ástina og gefur út sína fyrstu ljóðabók, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. Aðsend mynd „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. Tara Tjörvadóttir er lærður margmiðlunarhönnuður og hefur hún starfað við markaðssetningu síðustu ár. Hún fór einnig í eitt ár í Ljósmyndaskólann og í dag vinnur hún sjálfstætt sem ljósmyndari. Tara segir að í gegnum tíðina hafi hún alltaf fundið fyrir þörfinni að skrifa og ljóðabókin sé að hluta byggð á gömlum dagbókarskrifum. Ljóðabók Töru, Öll orðin sem ég fann, er fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út en Tara segist þó alltaf hafa haft þörf fyrir það að skrifa. Aðsend mynd Fann ástina á vinnufundi „Ég hef alltaf þurft að skrifa. Sem barn var ég alltaf að skrifa ljóð til ömmu og elskaði ritgerðir í skólanum. Sem þunglyndur unglingur skrifaði ég hádramatísk ljóð um eigin jarðarför og ég hef bara alltaf vitað að sama hvað ég er að ganga í gegnum munu orðin alltaf grípa mig.“ Við gerð bókarinnar þá sótti ég einnig í gamlar dagbókarfærslur síðan 2014, þegar ég var að uppgötva samkynhneigð mína og finna hvað það var að vera sjúklega ástfangin. Í dag er Tara í sambandi með listakonunni Rakel Tómasdóttur og kynntust þær þegar Tara byrjaði að vinna í ljóðabókinni. „Þetta er mjög góð og falleg saga þar sem fyrsta stefnumótið okkar var eiginlega vinnufundur. Ég hafði samband við hana því að mig langaði að fá hana til að sjá um hönnun og uppsetningu á ljóðabókinni.“ Það er óhætt að segja að vinnufundur Töru og Rakelar hafi borið góðan árangur. Stefnan var aldrei ljóðabók Tara segir það aldrei hafa verið á stefnuskránni að gefa út ljóðabók en ástin og hugleiðingar hennar um ástina hafi óvænt fundið þennan farveg. Aðsend mynd Meðvirknisást „Ég var í sambandi þar sem mér leið eins og ég væri ástfangin af manneskju sem var ástfangin af mér, en ég skildi ekki af hverju og fannst ég engan veginn ráða við tilfinningarnar mínar. Svo þegar ég gekk út frá sálfræðingnum mínum þá áttaði ég mig á því að ástin sem ég var að upplifa var í rauninni einhvers konar meðvirknisást.“ Tara segir að upp frá þessari stundu hafi hún byrjað í mikilli sjálfsvinnu og byrjað að hugsa um samband sitt við ástina alveg upp á nýtt. Ég þráði bara að geta átt í heilbrigðu sambandi við ástina og skilja tilfinningarnar mínar svo að ég byrjaði þarna í andlegu ferðalagi um upplifun mína af öllum ástarsamböndunum sem ég hef verið í. Ég byrjaði að skrifa niður á hverjum degi hvernig mér leið og reyndi að leita eftir lærdómnum. Viðbrögð fólks á Instagram kveikjan að bókinni Tara segir ferlið hafi tekið óvænta stefnu þegar hún byrjaði svo að deila hugsunum sínum og pælingum með fylgjendum sínum á Instagram. „Þetta gerðist eiginlega alveg óvart. Planið mitt var aldrei að gefa út ljóðabók, þetta er allt mjög nýtt fyrir mér. Þetta vatt bara upp á sig og ég fann að það voru greinilega mjög margir að tengja. Þetta þróaðist svo smátt og smátt í þá átt að ég var komin með svo mikið efni að ljóðabók varð allt í einu að raunverulegri hugmynd.“ Ljóðabókina, segir Tara, vera einhverskonar ferðalag um litróf ástarinnar og að ljóðunum sé skipt niður í kafla eftir því. Bókin fjallar í rauninni um allt ferli ástarinnar og þessa leið, allt frá matchi á Tinder, upp í skýin og niður á jörðina aftur. Alltaf hægt að læra meira um ástina Aðspurð segist Tara vera búin að læra mjög mikið inn á sjálfa sig og um ástina útfrá þessu ferli en þó gera sér grein fyrir því að hún sé ennþá að læra. „Þetta hefur verið rosalega lærdómsríkt ferðalag og margt sem ég skil núna sem ég skildi ekki áður varðandi tilfinningarnar mínar og varðandi ástina sjálfa. En ég er ennþá að læra og ég held að maður sé alltaf að læra, það er það fallega við þetta allt saman.“ Upphaflega stefndi Tara á það að halda útgáfupartý þann 6. ágúst en vegna Covid-19 og allra takmarkana segir hún hugmyndina hafa þróast í það form að opna í pop-up bókaútgáfubúð. „Þetta breyttist allt vegna Covid-19. Ég opna í staðinn pop-up bókaútgáfubúð sem verður yfir Hinsegin dagana, helgina 6. -9. ágúst. Búðin er staðsett á Grettisgötu 3 og getur fólk komið í heimsókn til að skoða bókina, kaupa hana eða næla sér í plakat. Bókin kemur út í mjög takmörkuðu magni þar sem ég er sjálf að gefa hana út.“ Að lokum segir Tara að fólk þurfi að sjálfsögðu að hafa það hugfast að það þurfi að skála með tveggja metra millibili og segist hún taka fagnandi á móti gestum og gangandi þessa helgi. Einnig vill hún benda á að fyrir þá sem einhverja hluta vegna geta ekki mætt þá er hægt að nálgast bókina á heimasíðu hennar, taratjörva.com Fyrir áhugasama er einnig hægt að nálgast upplýsingar um viðburðinn hér. Aðsend Ástin og lífið Tengdar fréttir „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. Tara Tjörvadóttir er lærður margmiðlunarhönnuður og hefur hún starfað við markaðssetningu síðustu ár. Hún fór einnig í eitt ár í Ljósmyndaskólann og í dag vinnur hún sjálfstætt sem ljósmyndari. Tara segir að í gegnum tíðina hafi hún alltaf fundið fyrir þörfinni að skrifa og ljóðabókin sé að hluta byggð á gömlum dagbókarskrifum. Ljóðabók Töru, Öll orðin sem ég fann, er fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út en Tara segist þó alltaf hafa haft þörf fyrir það að skrifa. Aðsend mynd Fann ástina á vinnufundi „Ég hef alltaf þurft að skrifa. Sem barn var ég alltaf að skrifa ljóð til ömmu og elskaði ritgerðir í skólanum. Sem þunglyndur unglingur skrifaði ég hádramatísk ljóð um eigin jarðarför og ég hef bara alltaf vitað að sama hvað ég er að ganga í gegnum munu orðin alltaf grípa mig.“ Við gerð bókarinnar þá sótti ég einnig í gamlar dagbókarfærslur síðan 2014, þegar ég var að uppgötva samkynhneigð mína og finna hvað það var að vera sjúklega ástfangin. Í dag er Tara í sambandi með listakonunni Rakel Tómasdóttur og kynntust þær þegar Tara byrjaði að vinna í ljóðabókinni. „Þetta er mjög góð og falleg saga þar sem fyrsta stefnumótið okkar var eiginlega vinnufundur. Ég hafði samband við hana því að mig langaði að fá hana til að sjá um hönnun og uppsetningu á ljóðabókinni.“ Það er óhætt að segja að vinnufundur Töru og Rakelar hafi borið góðan árangur. Stefnan var aldrei ljóðabók Tara segir það aldrei hafa verið á stefnuskránni að gefa út ljóðabók en ástin og hugleiðingar hennar um ástina hafi óvænt fundið þennan farveg. Aðsend mynd Meðvirknisást „Ég var í sambandi þar sem mér leið eins og ég væri ástfangin af manneskju sem var ástfangin af mér, en ég skildi ekki af hverju og fannst ég engan veginn ráða við tilfinningarnar mínar. Svo þegar ég gekk út frá sálfræðingnum mínum þá áttaði ég mig á því að ástin sem ég var að upplifa var í rauninni einhvers konar meðvirknisást.“ Tara segir að upp frá þessari stundu hafi hún byrjað í mikilli sjálfsvinnu og byrjað að hugsa um samband sitt við ástina alveg upp á nýtt. Ég þráði bara að geta átt í heilbrigðu sambandi við ástina og skilja tilfinningarnar mínar svo að ég byrjaði þarna í andlegu ferðalagi um upplifun mína af öllum ástarsamböndunum sem ég hef verið í. Ég byrjaði að skrifa niður á hverjum degi hvernig mér leið og reyndi að leita eftir lærdómnum. Viðbrögð fólks á Instagram kveikjan að bókinni Tara segir ferlið hafi tekið óvænta stefnu þegar hún byrjaði svo að deila hugsunum sínum og pælingum með fylgjendum sínum á Instagram. „Þetta gerðist eiginlega alveg óvart. Planið mitt var aldrei að gefa út ljóðabók, þetta er allt mjög nýtt fyrir mér. Þetta vatt bara upp á sig og ég fann að það voru greinilega mjög margir að tengja. Þetta þróaðist svo smátt og smátt í þá átt að ég var komin með svo mikið efni að ljóðabók varð allt í einu að raunverulegri hugmynd.“ Ljóðabókina, segir Tara, vera einhverskonar ferðalag um litróf ástarinnar og að ljóðunum sé skipt niður í kafla eftir því. Bókin fjallar í rauninni um allt ferli ástarinnar og þessa leið, allt frá matchi á Tinder, upp í skýin og niður á jörðina aftur. Alltaf hægt að læra meira um ástina Aðspurð segist Tara vera búin að læra mjög mikið inn á sjálfa sig og um ástina útfrá þessu ferli en þó gera sér grein fyrir því að hún sé ennþá að læra. „Þetta hefur verið rosalega lærdómsríkt ferðalag og margt sem ég skil núna sem ég skildi ekki áður varðandi tilfinningarnar mínar og varðandi ástina sjálfa. En ég er ennþá að læra og ég held að maður sé alltaf að læra, það er það fallega við þetta allt saman.“ Upphaflega stefndi Tara á það að halda útgáfupartý þann 6. ágúst en vegna Covid-19 og allra takmarkana segir hún hugmyndina hafa þróast í það form að opna í pop-up bókaútgáfubúð. „Þetta breyttist allt vegna Covid-19. Ég opna í staðinn pop-up bókaútgáfubúð sem verður yfir Hinsegin dagana, helgina 6. -9. ágúst. Búðin er staðsett á Grettisgötu 3 og getur fólk komið í heimsókn til að skoða bókina, kaupa hana eða næla sér í plakat. Bókin kemur út í mjög takmörkuðu magni þar sem ég er sjálf að gefa hana út.“ Að lokum segir Tara að fólk þurfi að sjálfsögðu að hafa það hugfast að það þurfi að skála með tveggja metra millibili og segist hún taka fagnandi á móti gestum og gangandi þessa helgi. Einnig vill hún benda á að fyrir þá sem einhverja hluta vegna geta ekki mætt þá er hægt að nálgast bókina á heimasíðu hennar, taratjörva.com Fyrir áhugasama er einnig hægt að nálgast upplýsingar um viðburðinn hér. Aðsend
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56
Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00