Flýgur yfir Atlantshafið og safnar áheitum fyrir breskan spítala Sylvía Hall og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. ágúst 2020 21:23 Jules sést hér í Bell 505-þyrlunni. Vísir Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira