Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 23:39 Íbúar Minsk mótmæltu eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningum dagsins. AP/Sergei Grits Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira