Mason Greenwood, framherji Manchester United, var fimmtán ára þegar félagið vann sinn síðasta Evrópubikar.
Það var tímabilið 2016/2017 er liðið var með Jose Mourinho við stjórnvölinn en síðan þá hefur Greenwood brotist inn í aðalliðið.
Hann hefur alls skorað sautján mörk á leiktíðinni og verið mikilvægur hlekkur í liði United en hann rifjaði upp síðasta Evrópubikar félagsins.
„Ég man eftir því. Þetta var góður leikur. Ég var heima að horfa á þetta með foreldrum mínum og við fögnuðum eðlilega þegar við unnum,“ sagði Greenwood.
„Að eiga möguleika á að spila í þessari keppni og vinna hana, þá er draumur að rætast.“
Hann segir að hafa séð leikmenn eins og Marcus Rashford koma í gegnum unglingastarf félagsins hafi hvatt hann til dáða.
„Þegar þú sérð aðra leikmenn gera þetta, þá hugsar þú í akademíunni: Af hverju ætti ég ekki að geta þetta,“ sagði framherjinn marksækni.
„Það er draumur allra í akademíunni að komast inn í aðalliðið og spila reglulega. Það er það besta sem þú getur gert hjá þessu félagi.“
Mason Greenwood was 15 and sat on his parents' sofa when Man Utd won 2017 Europa League | @DiscoMirror https://t.co/Jmyis4ze5U
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 9, 2020