Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2020 23:16 Rasmus Falk býr sig undir að plata Brandon Williams upp úr skónum. getty/Lars Ronbog Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58
Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37