Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2020 23:16 Rasmus Falk býr sig undir að plata Brandon Williams upp úr skónum. getty/Lars Ronbog Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58
Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37