Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 22:32 Grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar helst virkuðu vel í rannsókninni. Þorkell Þorkelsson/Landspítali Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30