Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:30 Frá skimun fyrir Covid-19 í Flórída í Bandaríkjunum. AP/Wilfredo Lee Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira