Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:34 Íbúar Flórída með grímur. Getty/Paul Hennessy Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent