Kommúnisti á meðal ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 11:03 Sánchez (t.h.) og Iglesias (t.v.) reyndu að mynda saman ríkisstjórn eftir þingkosningar í apríl í fyrra en þær viðræður leystust upp í skugga svikabrigsla. Þeir báru klæði á vopnin eftir að kosið var aftur í nóvember. AP/Paul White Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“. Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“.
Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05