Óskarsverðlaunin í ár án kynnis líkt og í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 22:19 Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning