Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 14:00 Íranskur herforingi syrgir við kistu Muhandis við athöfn í Teheran á mánudag. Vísir/EPA Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak. Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak.
Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30