Ekki tókst að kveikja Þrettándabrennu á Ægisíðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2020 19:45 Aðeins náðist að kveikja í lítilli glæðu í bálkestinum niðri á Ægisíðu í tilefni af Þrettándanum. vísir Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir. Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir.
Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30
Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31
Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59