Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 13:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt. Dómsmál Fíkn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira