Börsungar mæta Bayern fullir sjálfstrausts í kvöld: Skil svartsýnina en við erum besta lið í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:00 Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Bayern München í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Vladimir Rys Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira