Fórnarlamb sveðjuárásar gæti verið lamað það sem eftir er ævinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:03 Ráðist var inn á heimili rabbína þar sem gestir höfðu komið saman til að fagna Hanukkah. AP/Julius Constantine Motal Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55
Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25
Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35