Fórnarlamb sveðjuárásar gæti verið lamað það sem eftir er ævinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:03 Ráðist var inn á heimili rabbína þar sem gestir höfðu komið saman til að fagna Hanukkah. AP/Julius Constantine Motal Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55
Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25
Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35