Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, var á meðal keppenda í heimsbikar dagsins í Novo Mesto í Tékklandi.
Heimsbikarinn er sterkasta mótaröð í heimi innan alþjóða skíðasambandsins.
Aðstæður voru nokkuð krefjandi á mótsstað í dag en það snjóaði mikið og því erfitt að finna rétt rennsli á skíðin.
Þrátt fyrir það náði Snorri sínum besta árangri í vetur í heimsbikarnum með því að enda í 35. sæti. Hann var einungis 14 sekúndum frá 30. sætinu sem er síðasta sætið sem gefur heimsbikarstig.
Árangur Snorra hefur verið stigvaxandi í vetur og hann er að nálgast sitt besta form.
Úrslit dagsins má sjá með því að smella hér.
Á morgun fer fram 15 km eltiganga með hefðbundinni aðferð á sama stað sem hefst kl.12:00 á íslenskum tíma. Ræst er út eftir úrslitum dagsins og mun Snorri því hefja leik nr. 35.
Snorri náði sínum besta árangri í vetur
