Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 16:45 Á meðal fyrri skjólstæðinga Dershowitz eru Jeffrey Epstein og OJ Simpson. AP/Richard Drew Kenneth Starr, sérstaki saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton á sínum tíma, og Alan Dershowitz, lagaprófessor sem var ráðgjafi Jeffrey Epstein, verða í lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir réttarhöld Bandaríkjaþings yfir honum vegna meintra embættisbrota. Búist er við því að réttarhöld öldungadeildarinnar hefjist á þriðjudag. AP-fréttastofan sagði fyrst frá því að Starr og Dershowitz tækju þátt í að verja Trump fyrir kæru um að hann hafi misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins á því. Dershowitz staðfesti síðar á Twitter að hann væri hluti af lögfræðiteyminu. Starr var sérstakur saksóknari sem var í upphafi falið að rannsaka fasteignaviðskipti Bills Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, í svonefndu Whitewater-máli á 10. áratugnum. Sú rannsókn leiddi ekki til neins en saksóknarar Starr grófu í leiðinni upp að Clinton hefði logið um kynferðislegt samband sem hann átti í við Monicu Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem repúblikanar stýrðu þá, kærðu Clinton fyrir embættisbrot á grundvelli skýrslu Starr um rannsóknina en forsetinn var sýknaður í öldungadeildinni þar sem demókratar fóru með meirihluta. Rannsókn Starr þótti umdeild á sínum tíma. Hún stóð yfir um fjögurra ára skeið og beindist í lokin að allt öðrum hlutum en Starr var upphaflega falið að rannsaka. Lewinsky brást við ráðningu Starr á Twitter í dag. „[Þ]etta er sannarlega „ertu að gera fjandans at í mér?“ dagur í dag,“ tísti hún. this is definitely an “are you fucking kidding me?” kinda day.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) January 17, 2020 Átti þátt í samkomulagi Epstein við saksóknara Dershowitz er heiðursprófessor við Harvard-háskóla sem tók meðal annars þátt í málsvörn O.J. Simpson. Í tísti sem hann sendi frá sér sagðist hann hafa verið á móti kærunni gegn Clinton fyrir embættisbrot og að hann hefði kosið Hillary Clinton. Hann muni taka þátt í munnlegum málflutningi við réttarhöldin í öldungadeildinni. Í seinni tíð hefur Dershowitz verið þekktur fyrir að koma Trump forseta til varnar á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur einnig verið bendlaður við mál Jeffrey Epstein, kaupsýslumannsins sem var ákærður fyrir mansal og kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Dershowitz var lögfræðilegur ráðgjafi Epstein og átti þátt í umdeildu samkomulagi sem saksóknarar á Flórída gerðu við kaupsýslumanninn sem kom honum undan fangelsisvist fyrir rúmum áratug. Alexander Acosta, sem var ríkissaksóknari á Flórída á þeim tíma, sagði af sér sem atvinnumálaráðherra Trump vegna málsins í fyrra. Fréttavefurinn Axios hafði eftir Dershowitz í desember árið 2018 að hann hefði þegið nudd frá konu á heimili Epstein á Flórída. Hann fullyrðir þó að stúlkan hafi verið yfir lögaldri. Ein þeirra kvenna sem sakaði Epstein um misnotkun hélt því fram að Dershowitz hefði misnotað hana þegar hún var undir lögaldri. Hann hefur þverneitað því. Óljóst er hver málsrök verjenda Trump verða fyrir öldungadeildinni. Frá því að Úkraínuhneykslið sem Trump var á endanum kærður fyrir kom upp hefur hvorki Hvíta húsið né lögfræðingar forsetans gefið út eigin lýsingu á þeim atburðum sem málið varðar. Hvíta húsið hefur nær alfarið lagt af fréttamannafundi og hafnaði því að senda fulltrúa til að taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum Trump. Þess í stað hafa þeir gagnrýnt formsatriði í meðferð þingsins. Kenneth Starr stýrði rannsókn á Bill Clinton sem stóð yfir í um fjögur ár.AP/Lauren Victoria Burke Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kenneth Starr, sérstaki saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton á sínum tíma, og Alan Dershowitz, lagaprófessor sem var ráðgjafi Jeffrey Epstein, verða í lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir réttarhöld Bandaríkjaþings yfir honum vegna meintra embættisbrota. Búist er við því að réttarhöld öldungadeildarinnar hefjist á þriðjudag. AP-fréttastofan sagði fyrst frá því að Starr og Dershowitz tækju þátt í að verja Trump fyrir kæru um að hann hafi misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins á því. Dershowitz staðfesti síðar á Twitter að hann væri hluti af lögfræðiteyminu. Starr var sérstakur saksóknari sem var í upphafi falið að rannsaka fasteignaviðskipti Bills Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, í svonefndu Whitewater-máli á 10. áratugnum. Sú rannsókn leiddi ekki til neins en saksóknarar Starr grófu í leiðinni upp að Clinton hefði logið um kynferðislegt samband sem hann átti í við Monicu Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem repúblikanar stýrðu þá, kærðu Clinton fyrir embættisbrot á grundvelli skýrslu Starr um rannsóknina en forsetinn var sýknaður í öldungadeildinni þar sem demókratar fóru með meirihluta. Rannsókn Starr þótti umdeild á sínum tíma. Hún stóð yfir um fjögurra ára skeið og beindist í lokin að allt öðrum hlutum en Starr var upphaflega falið að rannsaka. Lewinsky brást við ráðningu Starr á Twitter í dag. „[Þ]etta er sannarlega „ertu að gera fjandans at í mér?“ dagur í dag,“ tísti hún. this is definitely an “are you fucking kidding me?” kinda day.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) January 17, 2020 Átti þátt í samkomulagi Epstein við saksóknara Dershowitz er heiðursprófessor við Harvard-háskóla sem tók meðal annars þátt í málsvörn O.J. Simpson. Í tísti sem hann sendi frá sér sagðist hann hafa verið á móti kærunni gegn Clinton fyrir embættisbrot og að hann hefði kosið Hillary Clinton. Hann muni taka þátt í munnlegum málflutningi við réttarhöldin í öldungadeildinni. Í seinni tíð hefur Dershowitz verið þekktur fyrir að koma Trump forseta til varnar á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur einnig verið bendlaður við mál Jeffrey Epstein, kaupsýslumannsins sem var ákærður fyrir mansal og kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Dershowitz var lögfræðilegur ráðgjafi Epstein og átti þátt í umdeildu samkomulagi sem saksóknarar á Flórída gerðu við kaupsýslumanninn sem kom honum undan fangelsisvist fyrir rúmum áratug. Alexander Acosta, sem var ríkissaksóknari á Flórída á þeim tíma, sagði af sér sem atvinnumálaráðherra Trump vegna málsins í fyrra. Fréttavefurinn Axios hafði eftir Dershowitz í desember árið 2018 að hann hefði þegið nudd frá konu á heimili Epstein á Flórída. Hann fullyrðir þó að stúlkan hafi verið yfir lögaldri. Ein þeirra kvenna sem sakaði Epstein um misnotkun hélt því fram að Dershowitz hefði misnotað hana þegar hún var undir lögaldri. Hann hefur þverneitað því. Óljóst er hver málsrök verjenda Trump verða fyrir öldungadeildinni. Frá því að Úkraínuhneykslið sem Trump var á endanum kærður fyrir kom upp hefur hvorki Hvíta húsið né lögfræðingar forsetans gefið út eigin lýsingu á þeim atburðum sem málið varðar. Hvíta húsið hefur nær alfarið lagt af fréttamannafundi og hafnaði því að senda fulltrúa til að taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum Trump. Þess í stað hafa þeir gagnrýnt formsatriði í meðferð þingsins. Kenneth Starr stýrði rannsókn á Bill Clinton sem stóð yfir í um fjögur ár.AP/Lauren Victoria Burke
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30