Heilsa ehf. hefur innkappað Þaratöflur frá Gula miðanum að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Í tilkynningu frá Heilsu segir að ástæða innköllunar sé að í vörunni hafi fundist of hátt magn joðs miðað við efri öryggismörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA.
„Varan inniheldur 800 mcg af joði í hverjum skammti en mörkin eru 600 mcg.
Vöruheiti: GM Þaratöflur 120 st.
Vörunr: 00thar
Strikanr: 5690684000127
Framleiðslulota: Allar
Dagsetning: Allar
Við biðjum alla sem hafa vöruna undir höndum að skila henni til sölustaðar gegn endurgreiðslu.
Varan hefur verið seld í eftirfarandi heilsuverslunum, apótekum: Apótekaranum, Apóteki Garðabæjar, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Mosfellsbæjar, Apóteki Vesturlands, Apótekinu, Austurbæjarapóteki, Árbæjarapóteki, Borgar Apóteki, Garðs Apóteki, Heilsuhúsinu, Lyfjaveri / Heilsuveri, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Reykjanesapóteki, Reykjavíkur Apóteki, Rima apóteki, Siglufjarðar Apóteki og Urðarapóteki.
Varan hefur verið seld í eftirfarandi verslunum og stórmörkuðum: Fjarðarkaup, Hagkaup, Hlíðarkaup, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjörbúðinni, Krónunni, Melabúðin, Nettó og Verslun Einars Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni.