Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 14:10 Birna Marín Viðarsdóttir, Guðmundur Kristinn Þorsteinsson og Hlynur Karlsson skipa lið VA í Gettu betur-keppninni. Sigur þeirra gegn Ísfirðingum var dreginn til baka vegna tæknilegra mistaka. „Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19