Lagði af stað frá Keflavík til Alicante en lenti í Valencia Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 22:57 Ferill flugvélarinnar frá Keflavík til Valencia sést hér. Valencia er svo rauðmerkt á kortinu og Alicante, upphaflegur áfangastaður, merktur með bláu. Skjáskot/Flightradar Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira