Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. janúar 2020 22:28 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04