Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 04:28 Þór er mættur á Flateyri. Mynd/Landhelgisgæslan Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi.Alls féllu þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti, líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Helmingur verður eftir Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu, þar á meðal unglingsstúlka sem grafa þurfti út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Hún verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð en varðskipið kom til hafnar á Flateyri eftir miðnætti með 35 manna hóp til að taka þátt í aðgerðum á svæðinu. „Um það bil helmingur af hópnum, eitthvað um 18 manns verða eftir til að leysa af viðbragðsaðila á Flateyri svo menn fái hvíld,“ segir Rögnvaldur. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar Áfallahjálp í boði þegar Þór snýr aftur Hinn helmingurinn fylgir stúlkunni á Ísafjörð. Siglingin tekur um tvö til þrjá tíma en Þór mun snúa fljótlega aftur með mannskap sem opna mun fjöldahjálparstöð á Flateyri. „Svo erum við að gera ráðstafanir með að opna mögulega fjöldahjálparstöð á Flateyri þar sem áfallahjálp og annað verður í boði. Það er verið að undirbúa það núna,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur er staddur í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem fjöldi manns styður við þá sem koma að störfum á Flateyri og Suðureyri. Allir vegir að Flateyri og Suðureyri eru ófærir en á morgun verður athugað með hvort hægt verði að moka vegina til að auðvelda störf viðbragðsaðila og annarra sem koma að aðgerðum. „Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um að ryðja vegi. Það er allt lokað núna, bæði vegna út af ófærð og snjóflóðahættu. Staðan verður tekin á því með morgni að opna en það verður ekki hægt jafnvel fyrr en birtir þegar snjóflóðavaktin getur tekið betur stöðuna.“ Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi.Alls féllu þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti, líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Helmingur verður eftir Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu, þar á meðal unglingsstúlka sem grafa þurfti út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Hún verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð en varðskipið kom til hafnar á Flateyri eftir miðnætti með 35 manna hóp til að taka þátt í aðgerðum á svæðinu. „Um það bil helmingur af hópnum, eitthvað um 18 manns verða eftir til að leysa af viðbragðsaðila á Flateyri svo menn fái hvíld,“ segir Rögnvaldur. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar Áfallahjálp í boði þegar Þór snýr aftur Hinn helmingurinn fylgir stúlkunni á Ísafjörð. Siglingin tekur um tvö til þrjá tíma en Þór mun snúa fljótlega aftur með mannskap sem opna mun fjöldahjálparstöð á Flateyri. „Svo erum við að gera ráðstafanir með að opna mögulega fjöldahjálparstöð á Flateyri þar sem áfallahjálp og annað verður í boði. Það er verið að undirbúa það núna,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur er staddur í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem fjöldi manns styður við þá sem koma að störfum á Flateyri og Suðureyri. Allir vegir að Flateyri og Suðureyri eru ófærir en á morgun verður athugað með hvort hægt verði að moka vegina til að auðvelda störf viðbragðsaðila og annarra sem koma að aðgerðum. „Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um að ryðja vegi. Það er allt lokað núna, bæði vegna út af ófærð og snjóflóðahættu. Staðan verður tekin á því með morgni að opna en það verður ekki hægt jafnvel fyrr en birtir þegar snjóflóðavaktin getur tekið betur stöðuna.“
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42
Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46