Booker dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 16:19 Booker náði ekki inn í sjónvarpskappræður demókrata og hefur ákveðið að draga sig í hlé. Vísir/EPA Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21