Martin Hermannsson og félagar eru komnir í úrslit þýsku bikarkeppninnar í körfubolta eftir sigur á Brose Bamberg, 66-82.
Martin hefur því komist í bikarúrslit á báðum tímabilum sínum hjá Alba Berlin. Í fyrra tapaði liðið fyrir Brose Bamberg, 83-82.
Martin skoraði átta stig í leiknum í dag og gaf þrjár stoðsendingar.
Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af níu skotum sínum utan af velli en nýtti bæði vítin sín.
Í úrslitaleiknum 17. febrúar mætir Alba Berlin EWE Baskets Oldenburg.
Martin aftur í bikarúrslit með Alba Berlin
