Kuzma fór á kostum í fjarveru ofurstjarnanna Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. janúar 2020 09:30 Kyle Kuzma og Alex Caruso ræða málin í nótt. vísir/getty Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í nótt og var lítið um óvænt úrslit þar sem toppliðin unnu sína leiki nokkuð örugglega ef frá er talið Denver Nuggets sem tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Cleveland Cavaliers. Los Angeles Lakers styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar með öruggum 15 stiga útisigri á Oklahoma City Thunder og það þrátt fyrir að leika án sinna skærustu stjarna þar sem LeBron James og Anthony Davis voru báðir fjarri góðu gamni. Kyle Kuzma steig upp í kjölfarið og skilaði 36 stigum en Rajon Rondo átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Season-high for Kuz @kylekuzma's 36 PTS power the @Lakers to the road win! pic.twitter.com/Is6FAew1Yi— NBA (@NBA) January 12, 2020 Giannis Antetokounmpo fór mikinn að venju þegar Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar í Austrinu þar sem gríska undrið skoraði 32 stig og tók 17 fráköst í öruggum útisigri á Portland Trail Blazers, 101-122. Khris Middleton skoraði 30 stig og Eric Bledsoe 29 en Damian Lillard var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Giannis (32 PTS, 17 REB) makes @NBAHistory!@Giannis_An34 becomes the 1st player to put up 30+ PTS and 10+ REB in at least 19 of his first 38 games since Bob McAdoo during the 1974-75 season. pic.twitter.com/WfBPRv6er3— NBA (@NBA) January 12, 2020 Í Boston setti Jayson Tatum upp sýningu þar sem New Orleans Pelicans var í heimsókn en leiknum lauk með 35 stiga sigri Boston, 105-140. Tatum skoraði 41 stig og Enes Kanter skilaði 22 stigum og 19 fráköstum af bekknum. 26. sigur Celtics á tímabilinu og sitja þeir í 3.sæti Austurdeildarinnar. Jayson Tatum's career-high 41 PTS propels him to the top of Saturday's leaderboard. He is the #NBAFantasy Player of the Night! pic.twitter.com/lp9sIC1FqP— NBA Fantasy (@NBAFantasy) January 12, 2020 Úrslit næturinnar Houston Rockets 139-109 Minnesota Timberwolves Boston Celtics 140-105 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 99-108 Chicago Bulls Oklahoma City Thunder 110-125 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 109-91 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 103-111 Cleveland Cavaliers Portland Trail Blazers 101-122 Milwaukee Bucks NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í nótt og var lítið um óvænt úrslit þar sem toppliðin unnu sína leiki nokkuð örugglega ef frá er talið Denver Nuggets sem tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Cleveland Cavaliers. Los Angeles Lakers styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar með öruggum 15 stiga útisigri á Oklahoma City Thunder og það þrátt fyrir að leika án sinna skærustu stjarna þar sem LeBron James og Anthony Davis voru báðir fjarri góðu gamni. Kyle Kuzma steig upp í kjölfarið og skilaði 36 stigum en Rajon Rondo átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Season-high for Kuz @kylekuzma's 36 PTS power the @Lakers to the road win! pic.twitter.com/Is6FAew1Yi— NBA (@NBA) January 12, 2020 Giannis Antetokounmpo fór mikinn að venju þegar Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar í Austrinu þar sem gríska undrið skoraði 32 stig og tók 17 fráköst í öruggum útisigri á Portland Trail Blazers, 101-122. Khris Middleton skoraði 30 stig og Eric Bledsoe 29 en Damian Lillard var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Giannis (32 PTS, 17 REB) makes @NBAHistory!@Giannis_An34 becomes the 1st player to put up 30+ PTS and 10+ REB in at least 19 of his first 38 games since Bob McAdoo during the 1974-75 season. pic.twitter.com/WfBPRv6er3— NBA (@NBA) January 12, 2020 Í Boston setti Jayson Tatum upp sýningu þar sem New Orleans Pelicans var í heimsókn en leiknum lauk með 35 stiga sigri Boston, 105-140. Tatum skoraði 41 stig og Enes Kanter skilaði 22 stigum og 19 fráköstum af bekknum. 26. sigur Celtics á tímabilinu og sitja þeir í 3.sæti Austurdeildarinnar. Jayson Tatum's career-high 41 PTS propels him to the top of Saturday's leaderboard. He is the #NBAFantasy Player of the Night! pic.twitter.com/lp9sIC1FqP— NBA Fantasy (@NBAFantasy) January 12, 2020 Úrslit næturinnar Houston Rockets 139-109 Minnesota Timberwolves Boston Celtics 140-105 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 99-108 Chicago Bulls Oklahoma City Thunder 110-125 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 109-91 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 103-111 Cleveland Cavaliers Portland Trail Blazers 101-122 Milwaukee Bucks
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira