Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir skipaður Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:08 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári. Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári.
Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32