Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 18:00 Tandri skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fjölni. vísir/bára Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00